24 vor Tagen
204
2
Flóð: @iamjonsi í @reykjavikartmuseum Verk Jónsa eru hvert um sig heill heimur þar sem rými, hljóð, ljós og ilmur mynda órofa heild. Á sýningu hans, Flóð, eru fjögur verk frá 2023-2024. Þrjú taka hvert um sig yfir sinn sýningarsal í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi og eitt er staðsett utandyra við inngang. Náttúran er í öndvegi, allt í senn sem viðfangsefni og efniviður. Hughrif eru sótt í yrti og innri ferli eins og vind, sjávarföll, sólargang og jarðhnik, en líka í öndun og flæði líkamans. Verkin eru manngerð en virkni þeirra á áhorfendur er óræð og marglaga í ætt við upplifun af náttúru. Þau höfða til ólíkra skynfæra og kalla fram djúpa tengingu manns og umhverfis, hér og nú, í viðstöðulausri hringrás. Þar eru kraftar á ferð sem ólga undir yfirborðinu og geta brotist fram og hellst yfir okkur með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.
So beautiful.
24 vor Tagen
❤️❤️❤️❤️❤️❤️❤️❤️
23 vor Tagen