Listasafn Reykjavíkur / Reykjavík Art Museum

@reykjavikartmuseum

Reykjavík Art Museum is the leading art museum in Iceland at Hafnarhús, Kjarvalsstaðir and Ásmundarsafn. #listasafnreykjavikur #reykjavikartmuseum
Posts
369
Follower
3,250
Following
577
Tveir fyrir einn í Ásmundarsafn í júlí fyrir handhafa Menningarkorts. Menningarkortshafar geta boðið með sér gesti í hvert skipti sem þeir heimsækja Ásmundarsafn í júlí. Á samsýningunni Hendi næst mætast verk Ásmundar Sveinssonar (1893-1982) og tíu samtímalistamanna sem skapa myndverk með eigin höndum og nýta rótgrónar handverkshefðir við listsköpun sína. Ásmundarsafn er opið alla daga kl. 10-17.00. // 2 for 1 to Ásmundarsafn in July for holders of Reykjavík Culture Card. In the group exhibition At Hand at Ásmundarsafn, works by Ásmundur Sveinsson (1893-1982) meet works by a selected group of contemporary artists that are not limited to, but come into contact with, and apply various craft-informed traditions, handwork practices, traditional skills and techniques. Ásmundarsafn is open all days from 10-17h00. #listasafnreykjavikur #reykjavikartmuseum @reykjavikurborg #reykjavik @visitreykjavik #visitreykjavik @borgin.okkar #borginokkar @menningarkort #menningarkort #myndlist #icelandicart #icelandicartist @beforsythe
32 0
11 vor Stunden
Verkið SAD (Skammdegisþunglyndi) frá 2024 er á sýningunni Jónsi: Flóð í Hafnarhúsi. Áhorfendum er boðið að ganga inn í hringlaga, umlykjandi skjá. Þúsundir örsmárra ljósgjafa tengjast hljóðverki og bregðast við fjölbreytilegri samfellu söngs, hljóða og tóna. // The artwork SAD (Seasonal Affective Disorder) from 2024 is on view in the exhibition Jónsi: Flóð at Hafnarhús. The audience is invited to enter a circular, enveloping screen. Thousands of tiny light sources connect to a sequence of sound and respond to a diverse continuum of singing, ambience and harmony. #listasafnreykjavikur #reykjavikartmuseum @reykjavikurborg #reykjavik @visitreykjavik #visitreykjavik @borgin.okkar #borginokkar @menningarkort #menningarkort #myndlist #icelandicart #icelandicartist
159 1
3 vor Tagen
Verkið Abstrakt mynd frá 1970 eftir Sigríði Björnsdóttur er á sýningunni Kjarval og 20. öldin: Þegar nútíminn lagði að á Kjarvalsstöðum. Síðasta fimmtudagur hvers mánaðar er Fimmtudagurinn langi. Af því tilefni er opið til kl. 22.00 á Kjarvalsstöðum og í Hafnarhúsi fimmtudaginn 27. júní. // The artwork Abract picture fram 1970 by Sigríður Björnsdóttir is on view in the exhibition Kjarval and the 20th Cent­ury: When Modernity Anchored at Kjarvalsstaðir. Good Tuesday is the last Thursday of the month and therefore are Kjarvalsstaðir and Hafnarhús open until 22h00 on Thursday, 27 June. #listasafnreykjavikur #reykjavikartmuseum @reykjavikurborg #reykjavik @visitreykjavik #visitreykjavik @borgin.okkar #borginokkar @menningarkort #menningarkort #myndlist #icelandicart #icelandicartist
14 0
4 vor Tagen
Sýningin Átthagamálverkið var opnuð á Kjarvalsstöðum 22. júní. Sýningin er rannsóknarverkefni um afkima listasögunnar. Við ferðumst hringinn í kringum landið í gegnum sögu sem spannar rúma öld. Listamenn, ýmist lærðir eða sjálfmenntaðir, hafa mundað pensilinn og skapað verk í persónulegu samtali við staði og minningar. Gísli Einarsson, þáttagerðamaður á RÚV, opnaði sýninguna. Sýningarstjóri er Markús Þór Andrésson. // The exhibition Paintings from Home opened at Kjarvalsstaðir on 22 June. The exhibition is a research project into the periphery of art history. We travel around Iceland through a history that spans over a century. Artists, either educated or self-taught, have grabbed the paintbrush and created works in a personal conversation with places and memories. Television journalist, Gísli Einarsson, opened the exhibition. Curator is Markús Þór Andrésson. 📷 Hildur Inga Björnsdóttir #listasafnreykjavikur #reykjavikartmuseum @reykjavikurborg #reykjavik @visitreykjavik #visitreykjavik @borgin.okkar #borginokkar @menningarkort #menningarkort #myndlist #icelandicart #icelandicartist
53 1
6 vor Tagen
Verk 100 listamanna, ýmist lærðra eða sjálfmenntaðra, prýða sýninguna Átthagamálverkið sem opnar á Kjarvalsstöðum laugardaginn 22. júní.🎨 Málverkin eru af heimahögum listamannana sjálfra og eflaust kannast sumt fólk við að hafa séð slík verk á veggjum ættingja og vina sem máluðu í frístundum sínum.🖼 @reykjavikartmuseum
70 2
10 vor Tagen
✨Erró sýning opnuð í Angoulême í Frakklandi✨ 🎨✂️Í gær var opnuð í Angoulême listasafninu í Frakklandi sýning úr safneign Listasafns Reykjavíkur á verkum Errós. Sýningin ber yfirskriftina Erró, listasagan endurskoðuð ( Erró, l’histoire de l’art revisitée) og er á þremur hæðum Angoulême-safnsins. Sýningarstjóri er Danielle Kvaran, Erró sérfræðingur Listasafns Reykjavíkur. Angoulême er bókmenntaborg UNESCO líkt og Reykjavík og er hún þekktust fyrir að vera borg myndasögunnar. 👀Á síðustu 2 árum hefur Listasafn Reykjavíkur sett upp sýningar á verkum Errós í ARoS safninu í Árósum, Þjóðarlistarsafninu í Svartfjallalandi og núna í Angoulême safninu í Frakklandi. Sýningin verður opnuð almenningi í dag, 21. júní, og mun hún standa til 8. desember 2024. 📸 Á myndinni eru Einar Þorsteinsson borgarstjóri í Reykjavík, Danielle Kvaran sýningarstjóri, Ólöf Kristín Sigurðardóttir safnstjóri Listasafns Reykjavíkur og Erró. Mynd: Aldís Snorradóttir. @museedangouleme
150 5
10 vor Tagen
Sýningin Átthagamálverkið er óðum að taka á sig mynd. Hlökkum til að sjá ykkur á opnuninni laugardaginn 22. júní kl. 15.00 á Kjarvalsstöðum. // The exhibition Paintings from Home is getting ready. We look forward to seeing you at the opening on Saturday, 22 June 15h00 at Kjarvalsstaðir. Sýningsrstjóri/Curator: Markús Andrésson 📷 Hildur Inga Björnsdóttir #listasafnreykjavikur #reykjavikartmuseum @reykjavikurborg #reykjavik @visitreykjavik #visitreykjavik @borgin.okkar #borginokkar @menningarkort #menningarkort #myndlist #icelandicart #icelandicartist #durabjorns
46 0
12 vor Tagen
Gleðilegan Kvenréttindadag! Í dag, 19. júní eru liðin 10 ár frá því að Perlufestin, Höggmyndagarður kvenna opnaði. Í Perlufestinni eru listaverk eftir sjö konur sem voru frumkvöðlar í höggmyndalist hér á landi. Garðurinn er minnisvarði um það mikilvæga frumherjastarf sem konurnar unnu á tímum þegar karlar réðu lögum og lofum í myndlist og lítill skilningur var á að þær legðu fyrir sig listsköpun. Höggmyndagarðurinn er í miðborg Reykjavíkur og undirstrikar stöðu þessara listakvenna sem formæðra sameiginlegrar listhefðar allra landsmanna. Gunnfríður Jónsdóttir (1889–1968), Landnámskonan, 1955. Ragna Róbertsdóttir (1945), Stígur, 2021. Tove Ólafsson (1909–1992), Maður og kona, 1948. Þorbjörg Pálsdóttir (1919–2009), Piltur og stúlka (Kata og Stebbi), 1968. Nína Sæmundsson (1892–1965), Hafmeyjan, 1948. Ólöf Pálsdóttir (1920–2018), Sonur, 1955. Gerður Helgadóttir (1928–1975), Skúlptúr, 1968. Teikningar eftir Erlu Maríu Árnadóttur.
16 0
12 vor Tagen
8 0
13 vor Tagen
Verið velkomin á opnun sýningarinnar Átthagamálverkið laugardaginn 22. júní kl. 15.00 á Kjarvalsstöðum. Sýning á átthagamálverkum í Vestursal Kjarvalsstaða er rannsóknarverkefni um afkima listasögunnar. Við ferðumst hringinn í kringum landið í gegnum sögu sem spannar rúma öld. Listamenn, ýmist lærðir eða sjálfmenntaðir, hafa mundað pensilinn og skapað verk í persónulegu samtali við staði og minningar. Sýningarstjóri er Markús Þór Andrésson. // Welcome to the opening of the exhibition Paintings from Home on Saturday, 22 June at 15h00 at Kjarvalsstaðir. The exhibition is a research project into the periphery of art history. We travel around Iceland through a history that spans over a century. Artists, either educated or self-taught, have grabbed the paintbrush and created works in a personal conversation with places and memories. Curator is Markús Þór Andrésson. Málverk/Painting: Jóhannes Sigfinnsson (1896-1980), Grímsstaðabærinn við Mývatn (í eigu Menningarmiðstöðvar Þingeyinga). #listasafnreykjavikur #reykjavikartmuseum @reykjavikurborg #reykjavik @visitreykjavik #visitreykjavik @borgin.okkar #borginokkar @menningarkort #menningarkort #myndlist #icelandicart #icelandicartist
22 0
13 vor Tagen
Í safnverslununum Listasafns Reykjavíkur finnur þú mikið úrval af fallegum útskriftargjöfum fyrir vandláta. Afsteypur, plaköt, listaverkabækur og spennandi hönnunarvörur! Við pökkum gjöfinni fallega inn 🎁 Safnverslanir okkar eru í Hafnarhúsi, á Kjarvalsstöðum og í Ásmundarsafni. Opið 10-17. Vefverslunin er opin allan sólarhringinn https://listasafnreykjavikur.is/verslun #borginokkar #visitreykjavik #icelandicart #reykjavik #listasafnreykjavikur #myndlist
14 0
17 vor Tagen
Flóð: @iamjonsi í @reykjavikartmuseum Verk Jónsa eru hvert um sig heill heimur þar sem rými, hljóð, ljós og ilmur mynda órofa heild. Á sýningu hans, Flóð, eru fjögur verk frá 2023-2024. Þrjú taka hvert um sig yfir sinn sýningarsal í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi og eitt er staðsett utandyra við inngang. Náttúran er í öndvegi, allt í senn sem viðfangsefni og efniviður. Hughrif eru sótt í yrti og innri ferli eins og vind, sjávarföll, sólargang og jarðhnik, en líka í öndun og flæði líkamans. Verkin eru manngerð en virkni þeirra á áhorfendur er óræð og marglaga í ætt við upplifun af náttúru. Þau höfða til ólíkra skynfæra og kalla fram djúpa tengingu manns og umhverfis, hér og nú, í viðstöðulausri hringrás. Þar eru kraftar á ferð sem ólga undir yfirborðinu og geta brotist fram og hellst yfir okkur með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.
203 2
22 vor Tagen