Listasafnið á Akureyri

@listak.is

Listasafnið á Akureyri / Akureyri Art Museum
Posts
1,840
Followers
2,409
Following
353
Bandaríska myndlistarkonan Katie Raudenbush hefur dvalið í gestavinnustofu Listasafnsins undanfarnar vikur og í dag, þriðjudaginn 25. júní kl. 15-17 verður vinnustofan opin gestum og gangandi. Katie Raudenbush er frá New York í Bandaríkjunum og vinnur fyrst og fremst með textíl og ljósmyndir. Á vinnustofunni má sjá afrakstur vinnu hennar síðustu vikur og m.a. túrmerik klippimyndir sem eru innblásnar af íslensku landslagi #listak #akureyriartmuseum #listagilid #icelandicart #akureyriart #akureyrarbær #hallóakureyri #alltafgottveðuráakureyri
25 0
8 days ago
Mysingur 7 - Biggi Maus - 17. júní 2024 Takk Akureyrarbær, Listasafnið á Akureyri og Ketilkaffi! Takki Biggi og Þorsteinn! Takk gestir! Myndir: Hlynur F Þormóðsson
45 0
15 days ago
Hádegistónleikar kl. 12 á 17. júní: Biggi í Maus á fyrsta Mysingi sumarsins! #listak #akureyriartmuseum #listagilid #icelandicart #akureyriart #akureyrarbær #hallóakureyri #alltafgottveðuráakureyri #mysingur
5 0
17 days ago
Á þjóðhátíðardaginn, 17. júní, kl. 12 fer fram fyrsti Mysingur sumarsins á útisvæði Ketilkaffis fyrir framan Listasafnið. Þá mun Biggi í Maus – Birgir Örn Steinarsson – koma fram ásamt Þorsteini Kára Guðmundssyni. Enginn aðgangseyrir er á tónleikana og hægt verður að kaupa mat og drykki frá Ketilkaffi á svæðinu. Tónleikaröðin er hluti af Listasumri og unnin í samstarfi Akureyrarbæjar, Listasafnsins á Akureyri, Ketilkaffis og Geimstofunnar. Á tónleikunum mun Biggi spila efni af nýútkominni sólóplötu, sem kom út fyrr í mánuðinum og ber heitið Litli dauði / Stóri hvellur, í bland við eldra efni. Á plötunni, sem unnin er í samstarfi við Togga Nolem, má heyra ný lög auk ábreiðu á laginu I Don’t Remember Your Name eftir Friðrik Dór og Kiasmos. Hljóðheimur plötunnar er einhvers konar stökkbreyting á nýrómantík níunda áratugarins og gætir m.a. áhrifa Bauhaus, Baraflokksins, Blondie og Grafíkur #listak #akureyriartmuseum #listagilid #icelandicart #akureyriart #akureyrarbær #hallóakureyri #alltafgottveðuráakureyri #mysingur
18 0
20 days ago
Vá vá! Tónleikar 17. júní! Biggi Maus fyrir utan Ketilkaffi! ————— Mysingur er styrktur af Akureyrarbæ og Listasafninu á Akureyri
16 0
21 days ago
Laugardaginn 8. júní kl. 15 verður sýningarstjóraspjall í Listasafninu um samsýninguna Er þetta norður? Hlynur Hallsson, safnstjóri og annar sýningarstjóra, mun segja frá sýningunni, tilurð hennar og einstaka verkum. Hver er afmörkun „norðursins“? Hvar eru landamæri Norðurheimskautsins? Hvað einkennir þau sem sem eiga heima á slóðum Norðurheimskautsins? Eru verk listamanna frá norðurslóðum alltaf unnin undir áhrifum af búsetu þeirra þar? Samsýningin Er þetta norður? kannar svörin við þessum spurningum og þar eru sýnd verk eftir listamenn frá hinu víðfeðma norðri. Þátttakendur eru Gunnar Jónsson, Anders Sunna, Máret Ánne Sara, Inuuteq Storch, Nicholas Galanin, Dunya Zakharova, Marja Helander og Maureen Gruben. Heimkynni listamannanna eru Sama-svæði Finnlands, Noregs og Svíþjóðar, Ísland, Grænland, Síbería, Alaska og Norður-Kanada. Á sýningunni verður sjónum beint að því hvernig er að búa nærri heimskautsbaug, hvaða sameiginlega þætti og tengingar er að finna á meðal listamanna sem búa þetta norðarlega. Þessi fjölbreyttu menningarsvæði og samfélög, sem ná frá Alaska til Skandinavíu og Síberíu, eiga eitt sameiginlegt: Norðurheimskautið – norðrið. Sýningin er hluti af Listahátíð í Reykjavík. Sýningarstjórar: Daría Sól Andrews og Hlynur Hallsson #listagilid #icelandicart #akureyriart #akureyrarbær #hallóakureyri #alltafgottveðuráakureyri
12 0
26 days ago
Karólína Rós Óladóttir verður með gjörning í dag föstudaginn 7. júní kl. 16 inni í sýningunni STRANDED. W(H)/ALE – A REMAKE PORTFOLO – MORE THAN THIS, EVEN. Gjörningurinn ber titilinn: Upplestur úr hvalnum #akureyriartmuseum #listagilid #icelandicart #akureyriart #akureyrarbær #hallóakureyri #alltafgottveðuráakureyri
13 1
26 days ago
Meðlimir grænlensku hljómsveitarinnar Nanook frá Grænlandi ætla hita upp fyrir opnunina í kvöld kl. 20-22 og bjóða upp á órafmagnaðan flutning á nokkrum laga sveitarinnar í Listasafninu kl. 19.30. Hljómsveitin Nanook er ein þekktasta hljómsveit Grænlands og hefur á undanförnum árum skapað sér sérstöðu innan grænlensku tónlistarsenunnar. Ókeypis er á tónleikana sem eru hluti af Listasumri #listak #akureyriartmuseum #listagilid #icelandicart #akureyriart #akureyrarbær #hallóakureyri #alltafgottveðuráakureyri #listasumar
6 0
27 days ago
Sýningarnar tvær sem verða opnaðar á morgun, Samsýningin Er þetta norður? og Fluxus sýningarverkefnið STRANDED – W(H)/ALE A REMAKE PORTFOLIO – MORE THAN THIS, EVEN, eru að verða tilbúnar. Sjáumst á opnun á morgun kl. 20! Örtónleikar með Nanook kl. 19.30 #listak #akureyriartmuseum #listagilid #icelandicart #akureyriart #akureyrarbær #hallóakureyri #alltafgottveðuráakureyri
45 1
28 days ago
Geimstofan mætti á svæðið í gær og stóð fyrir sínu að venju. Sjáumst á opnun annað kvöld kl. 20. Örtónleikar með Nanook kl. 19.30 #listak #akureyriartmuseum #listagilid #icelandicart #akureyriart #akureyrarbær #hallóakureyri #alltafgottveðuráakureyri
8 0
28 days ago
20 0
29 days ago